Stafrænar styttur

Spila
Deila

Stafrænar styttur

Listasafn Einars Jónssonar, verkfræðistofan EFLA og List fyrir alla sameinast um stafrænt aðgengi að tíu þrívíðum styttum fyrsta myndhöggvara Íslands með því að myndmæla þær á þann hátt að kennarar geti boðið nemendum sínum að skoða þær í tölvu og/eða snjalltæki.

Listasafn Einars Jónssonar (LEJ) er í senn rótgróið og forvitnilegt listasafn frumkvöðuls í íslenskri myndlist.
Fræðsluheimsókn í safnið er ævintýri líkast. LEJ er allt í senn listasafn, minjasafn og höggmyndagarður.
Safnið er staðsett í sögufrægu húsi á Skólavörðuholti í Reykjavík sem stundum er kallað Hnitbjörg.
Listaverkin eru mörg hver umfangsmikil og stór í sniðum. Þau eru í fimm litríkum sölum í safninu
á tveimur hæðum. Safnið naut liðsinnis verkfræðistofunnar EFLA í þessari tilraun til að liðka fyrir
aðgengi nemenda og kennara að listaverkum Einars þannig að þau eigi aukið erindi við samtímann.
Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri hjá List fyrir alla gaf verkefninu drifkraft og styrk. Þröstur Thor Bragason, miðlunarfræðingur myndmældi listaverkin af stakri snilld
og bjó til stafræna tvíbura af þeim og er sú vinna hryggjarstykkið í verkefninu.


Til að sækja fræðslupakkann um stafrænar styttur

Reviews for Stafrænar styttur

There are currently no reviews for Stafrænar styttur
Scroll to top