Á þessari síðu má finna allar upplýsingar um Málæði, leiðbeiningar um þátttöku og myndbönd frá listafólki
List fyrir alla og Bubbi Morthens taka höndum saman og bjóða unglingum í grunnskólum landsins til þátttöku í nýju íslenskuverkefni. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum – það megi leika sér með það. Þátttakendum gefst möguleiki á að vinna með þekktu íslensku listafólki að tónlistar- og textasköpun. Afraksturinn verður opinberaður á RÚV í viku íslenskunnar 11. – 16. nóvember 2024.