Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Spila
Deila

Ásdís Sif Gunnarsdóttir er fædd í Madison, Wisconsin, Bandaríkjunum og býr og starfar í Reykjavík. Ásdís Sif stundaði nám við UCLA í Los Angeles og við The School of Visual Arts í New York. Ásdís Sif er þekkt fyrir sýningar sínar í óhefðbundnum rýmum og vídeó innsetningar, sem fela í sér þrívídd og örvandi framsetningu ljóðaformsins með sjónrænum hætti. Hvert vídeó er sem sönglag, í framsetningunni blandar hún þeim innbyrðis og flytur ljóð meðan á sýningu stendur. Verk Ásdísar eru breytileg, allt frá stærri sýningum og vídeó innsetningum, til ljóðalesturs og ljósmyndasýninga.

Reviews for Ásdís Sif Gunnarsdóttir

There are currently no reviews for Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Scroll to top