Tónlist og Heilinn

Spila
Deila

Raf-óperan „Tónlist og Heilinn“, innblásin af skrifum taugafræðingsins Oliver Sacks, fjallar um þau taugafræðilegu sem og tilfinningalegu áhrif sem tónlist getur haft á okkur.
Við kynnumst Söngkonunni, en hún þjáist af heilaskaða eftir alvarlegt höfuðhögg sem batt skyndilega enda á feril hennar. Heilaskaðinn sem af högginu hlaust olli því að hún tapaði sinni venjulegu skynjun á tónlist, hún getur því ekki lengur sungið eins og hún er vön né komið fram. Læknirinn reynir að komast að orsök vandamálsins, en hann vonar að rannsókn sín á þessu áhugaverða og sérstaka tilfelli muni veita honum frægð og frama innan vísindasamfélagsins. Er þau basla við að reyna að skilja ástand Söngkonunnar spretta upp spurningar um eðli tónlistar, en Læknirinn er að renna út á tíma. Stóri fyrirlesturinn hans er handan við hornið og hann verður að kynna niðurstöður sínar hvað sem tautar og raular.

Myndbandið er frá frumflutningi verksins sem fór fram í Salnum Kópavogi 10. og 11. mars 2020, en hópurinn sýndi í þrígang fyrir fullum sal unglinga úr grunnskólum Kópavogs.

Tónlist eftir Helga Rafn Ingvarsson
Orð eftir Rebecca Hurst

Flytjendur:
-Gunnar Guðbjörnsson tenór sem Læknirinn
-Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir sópran sem Söngvarinn
-Helen Whitaker á flautu
-Helgi Rafn Ingvarsson á rafhljóð og píanó

Reviews for Tónlist og Heilinn

There are currently no reviews for Tónlist og Heilinn
Scroll to top