Námskeið Sagna 2024

Spila
Deila

19. september fór fram námskeið Sagna fyrir grunnskólakennara, starfsfólk bókasafna og frístundarmiðstöðva fyrir Sögur – verðlaunahátíð barnanna.
Fyrirlesarar: Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmunsdóttir.

Inntak:
Kynning á Söguverkefninu, fyrirlestur, æfingar og umræður. Námskeiðið fjallar um hvernig hægt er að vinna með og virkja börn í 3. – 7. bekk til að semja sögur, handrit eða lag og texta.

Markhópur:
Kennara á yngsta- og miðstigi, starfsfólk bókasafna og frístundamiðstöðva um allt land.

Leiðbeinendur:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu,
Blær Guðmundsdóttir, barnabókahöfundur og myndhöfundur,
Eva Rún Þorgeirsdóttur, rithöfundur og verkefnastjóri.

Námskeiðið:
Er eitt skipti á netinu og fer fram 19. september og mun námskeiðið hefjast klukkan 14:30.
Námskeiðið stendur í 45 mínútur og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Lýsing:
Ingibjörg segir frá fyrirkomulagi verkefnisins, þátttökumöguleikum og verðlaunahátíðinni.
Eva og Blær hafa mikla reynslu af ritsmiðjum með börnum. Þær munu miðla úr verkfærakistu sinni góðum ráðum um hvernig hægt er að virkja börn í sagnagerð.

Markmið:
Að miðla aðferðum og leiðum til að virkja ímyndunarafl barna við að semja sögur.

Bjóðum börnum að sjá og upplifa hvað getur orðið úr hugmyndum þeirra!

Reviews for Námskeið Sagna 2024

There are currently no reviews for Námskeið Sagna 2024
Scroll to top