Listalest LHÍ 2025

Deila

Listalestin er samstarfsverkefni List fyrir alla, Listaháskóla Íslands, listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og grunnskóla á landsbyggðinni. Listalestin heldur þverfaglegar vinnusmiðjur fyrir ungmenni í 8. 9. og 10. bekk í grunnskólum þar sem áhersla verður lögð á samruna listgreina. Verkefnið kemur til með að mótast og þróast í samstarfi við listgreinakennara sem og aðra kennara í viðkomandi skólum og munu nemendur listkennsludeildar vinna í samstarfi við þá. Afurðir vinnusmiðjanna verða svo verða settar upp sem listasýning undir leiðsögn sýningastjóra.

Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum.
Listalest LHÍ samanstendur af hópi listkennslunema og hefur sá hópur stækkað og dafnað síðustu ár. Þar er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum.

Í ár ferðaðist Listalestin á Suðurlandið og hélt vinnusmiðjur fyrir 8. – 10. bekk í Bláskógaskóla, Flóaskóla, Flúðaskóla, Kerhólsskóla og Reykholtsskóla og Þjórsárskóla og var afraksturinn sýndur í Félagslundi og við þökkum þeim frábært samstarf.
Sýningarstjóri var Tinna Guðmundsdóttir.

Reviews for Listalest LHÍ 2025

There are currently no reviews for Listalest LHÍ 2025
Scroll to top