Glitch Kids

Spila
Deila

Kristen Mallia tók þátt í listahátíðinni List í ljósi sem fram fór í febrúar síðastliðinn með því að bjóða nemendum í 3. bekk í Seyðisfjarðarskóla upp á stutta listsmiðju þar sem þau unnu með ljós og myrkur og hið óútreiknanlega. Nemendurnir voru beðnir um að koma með litríka hluti heiman frá og staðsetja þá á skanna og hreyfa við þeim á meðan skannað var. Útkoman var óhefðbundin og gáskafull. Kristen skeytti svo saman myndum nemenda og videó upptökum af þeim að vinna og er útkoman þetta skemmtilega, litríka og lagskipta videó.
Kristen Mallia er myndlistakona sem býr og starfar í Boston. Verk hennar tengjast öll á einhvern hátt endurtekningu og ferli og með þeim rannsakar hún hlutverk varðveislu, framkvæmdar og söfnunar í hinu hversdagslega lífi. Kristen notar bæði stafrænt og hliðrænt efni til að skoða hvernig tími, minni, saga og innihald endurspeglar gildismat okkar og hver skilningur okkar á gildismati er. Kristen Mallia kennir við Boston University og Massachusetts College of Art + Design. Hún dvelur nú sem gestalistamaður í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi, á tímabilinu febrúar – apríl 2020.

Reviews for Glitch Kids

There are currently no reviews for Glitch Kids
Scroll to top