Listalest LHÍ 2020

Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er saman kominn hópur listamanna úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustu samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum. Ár hvert ferðast hluti þessa hóps með Listalest LHÍ til grunnskóla um landið  og heldur vinnusmiðjur fyrir unglingastigið (8.-10. bekk) þar sem áhersla er lögð á samruna listgreina.

Vorið 2020 varð Listalestin að fresta för sinni sökum COVID-19 samkomubannsins og útbjuggu listkennslunemendur í staðinn 12 smiðjur með kennsluáætlunum sem eru hér fyrir neðan  Smiðjurnar eru allar hugsaðar með fjarkennslu í huga þó auðvelt sé fyrir kennara að staðfæra þær á ýmsa vegu.

Listveitan þakkar kærlega þessum stóra hópi listamanna fyrir að deila þessu með okkur hér og býður kennurum um land allt að nota og njóta.

Athugið að hverri smiðju fylgir skjal sem opnast með því að smella á myndirnar. Kennsluáætlun fylgir svo með fyrir neðan.

Nærumhverfið og list

Hvaðan koma fötin mín?

Vegvísun

Að skynja umhverfið

Ljóða collage

Veðrabrigði

This is Me - The Greatest Showman

Scroll to top