List fyrir alla og Bubbi Morthens tóku höndum saman og bjuðu unglingum í grunnskólum landsins til þátttöku í nýju íslenskuverkefni. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum – það megi leika sér með það. Þátttakendum gafst möguleiki á að vinna með þekktu íslensku listafólki að tónlistar- og textasköpun. Afraksturinn var opinberaður á RÚV í viku íslenskunnar 11. – 16. nóvember 2024.
Málæði var sýndur á RÚV á degi Íslenskrar tungu. Afraksturinn verður opinberaður í þættinum þar sem þau Bubbi Morthens, GDRN, Emmsjé Gauti og Vigdís Hafliðadóttir koma fram. Hér að neðan er hægt að horfa á loka afraksturinn frá þættinum á RÚV.
https://vimeo.com/1035537055
Bubbi Morthens samdi lagið Sumarið ’24. Yfir hundrað textar bárust og Bubbi kjarnaði þá texta niður í einn.
https://vimeo.com/1035554721
Hér flytur GDRN lagið Riddarar kærleikans. Lag og texti er samið af Dagmar Helgu Helgadóttur og Valgerði Rakel Rúnarsdóttur og unnið áfram með unglingadeild Grunnskólans austan vatna á Hofsósi.
https://vimeo.com/1029602315
Hér flytur Emmsjé Gauti lagið Tíminn sem fór. Lagið er samið af Emil Andra Davíðssyni og Erni Heiðari Lárussyni Textinn er saminn í samstarfi við unglina í bekknum þeirra í 10. SGP í Brekkuskóla.
https://vimeo.com/1035546292
Hér flytur Vigdís Hafliða lagið Hringiða
Lag og texti er samið af hljómsveitinni Kanskekki í Grunnskólanum í Húnaþingi vestra.
Nýlegar athugasemdir