Besta myndin - Gilitrutt

Stuttmyndin Gilitrutt gerist í íslenskri sveit á tímum Covid-19. Hún sækir innblástur í þjóðsöguna um Giltrutt en ytri tími sögunnar er nútíminn. Myndin er heildstæð og í henni vel hugað að mismunandi þáttum kvikmyndagerðar s.s. búningum og sviðsmynd, leik, kvikmyndatöku og klippingu auk þess sem sagan er skemmtilega útfærð og skilar sér vel til áhorfenda.

2. sæti - Hjálp

Stuttmyndin Hjálp inniheldur frumsamda tónlist og flotta kvikmyndatöku sem grípur áhorfandann. Höfundum tekst vel að magna upp spennu frá fyrstu til síðustu mínútu þar sem aðal söguhetjan er sannfærð um að eitthvað kvikindi leynist í húsinu hans. Verður eitthvað sem kemur honum til hjálpar?

3. sæti - Skrímslaveiðar

Stuttmyndin Skrímslaveiðar fjallar um þrjá krakka sem eru fastir í apocalyptic heimi eftir að nýtt fíkniefni kemur á markað. Þar þurfa þeir að takast á við óhugnaleg skrímsli. Geta krakkarnir treyst á sig sjálf eða þurfa þau á utanaðkomandi hjálp að halda?

Barnamenningarsjodur_Islands_merki-portrait
Scroll to top