Stuttmyndin Gilitrutt gerist í íslenskri sveit á tímum Covid-19. Hún sækir innblástur í þjóðsöguna um Giltrutt en ytri tími sögunnar er nútíminn. Myndin er heildstæð og í henni vel hugað að mismunandi þáttum kvikmyndagerðar s.s. búningum og sviðsmynd, leik, kvikmyndatöku og klippingu auk þess sem sagan er skemmtilega útfærð og skilar sér vel til áhorfenda.