Málæði fer nú af stað öðru sinni. Unglingum landsins í 8. – 10. bekk er boðið að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru að tungumálið er okkar allra og það má leika sér með það. Í ár býðst þátttakendum að vinna með Birgittu Haukdal, Friðriki Dór, Unnsteini Manúel og Vigni Snæ.
Afraksturinn verður sýndur á RÚV í viku íslenskunnar þann 16. nóvember 2025.
List fyrir alla
Lækjargata 3
101, Reykjavík
+354 789-0749
info@listfyriralla.is
Reviews for Málæði 2025