List fyrir alla og Bubbi Morthens tóku höndum saman og buðu unglingum í grunnskólum landsins til þátttöku í nýju íslenskuverkefni. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum – það megi leika sér með það. Þátttakendum gafst möguleiki á að vinna með þekktu íslensku listafólki að tónlistar- og textasköpun. Afraksturinn var opinberaður á RÚV í viku íslenskunnar 11. – 16. nóvember 2024.
Málæði var sýndur á RÚV á degi Íslenskrar tungu þann 16 nóvember 2024.
Afraksturinn var opinberaður í þættinum þar sem þau Bubbi Morthens, GDRN, Emmsjé Gauti og Vigdís Hafliðadóttir koma fram.
Hér að neðan er hægt að horfa og hlusta á lögin frá þættinum á RÚV.
Flytjendur:
Vignir Snær Vigfússon: Rafmagnsgítar, hljómborð, forritun
Birgir Kárason: Bassi
Helgi Reynir Jónsson: Píanó, Hammond
Gunnar Leó Pálsson: Trommur
Hljóðblöndun og Hljóðjöfnun: Addi 800
Hljóðblöndun: Sæþór Kristinsson
Útsetningar:
Vignir Snær Vigfússon
List fyrir alla
Lækjargata 3
101, Reykjavík
+354 789-0749
info@listfyriralla.is
Reviews for Málæði 2024