Allir skólar á landinu geta tekið þátt og keppa um það hver les mest á tímabilinu
15. september til 15. október.
Skólar skrá niður hversu lengi nemendur lesa og senda inn tölur í lok október.
Skólinn sem les í flestar mínútur sigrar keppnina og hreppir titilinn Svakalegasti lestrarskóli landsins ásamt því að fá glæsileg bókaverðlaun. Að auki fær sá skóli sem les mest í sínum landshluta sérstaka viðurkenningu.
Sigurvegari keppninnar er tilkynntur á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur er á RÚV.
Svakalega lestrarkeppnin í stuttu máli:
Algengar spurningar:
Hvernig varð lestrarkeppnin til?
Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir hafa haldið utan um rit- og teikniklúbbinn Svakalegu sögusmiðjuna í Borgarbókasafninu síðastliðin þrjú ár. Þær hafa auk þess ferðast um landið á vegum List fyrir alla með stórsmiðjuna Svakalegar sögur þar sem þær hvetja krakka til að skrifa, teikna og lesa sögur.
Hugmyndin að Svakalegu lestrarkeppninni kviknaði eftir að hafa spjallað við fjöldan allan af krökkum í skólaheimsóknum og sögusmiðjum sem elska að skrifa sögur og lesa bækur. Tilgangurinn með keppninni er að draga fram flottar lestrarfyrirmyndir og hvetja sem flesta krakka til að lesa skemmtilegar bækur.
Fyrsta lestrarkeppnin var haldin haustið 2024 þar sem skólar á Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi tóku þátt, þar sem skólar í hverjum landshluta kepptu á móti hvor öðrum.
Hér eru meiri upplýsingar um skólaheimsóknirnar hjá List fyrir alla.
List fyrir alla
Lækjargata 3
101, Reykjavík
+354 789-0749
info@listfyriralla.is
Reviews for Lestrarkeppnin 2025