Lestrarkeppnin 2025

Deila
Lestrarkeppnin

Svakalega lestrarkeppnin er lestrarátak fyrir 1. - 7. bekk um land allt.

Lestrarkeppni Barn3Allir skólar á landinu geta tekið þátt og keppa um það hver les mest á tímabilinu
15. september til 15. október.
Skólar skrá niður hversu lengi nemendur lesa og senda inn tölur í lok október.
Skólinn sem les í flestar mínútur sigrar keppnina og hreppi
r titilinn Svakalegasti lestrarskóli landsins ásamt því að fá glæsileg bókaverðlaun. Að auki fær sá skóli sem les mest í sínum landshluta sérstaka viðurkenningu. 
Sigurvegari keppninnar er tilkynntur á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, í sjónvarpsþættinum Málæði sem sýndur er á RÚV.

Skráðu skólann til leiks með því að smella hér!

  • Hér er hægt er að nálgast plakat í A3 til að prenta út og hengja upp í skólanum. Ef skólinn hefur ekki tök á að prenta út í A3 hafið þá samband á sogusmidjan@gmail.com og við sendum ykkur plakat.
  • Hér má finna bókamerki.
  • Hér er lestrarhefti til að skrá mínútur. Einnig má nota Læsisappið til að skrá mínútur.
  • Hér er skráningarblað fyrir kennara.
  • Hér er  Svakalegt hvatningardagatal.

Svakalega lestrarkeppnin í stuttu máli:

  • Hvað er þetta? Lestrarkeppni grunnskólanna
  • Hverjir taka þLestrarkeppni Barn1átt? Krakkar í 1.- 7. bekk um land allt.
  • Hvenær? 15. september – 15. október.
  • Hvernig vinnur skóli keppnina? Í lok keppninnar sendir tengiliður skólans inn heildarfjölda mínútna sem nemendur í 1.-7.bekk hafa lesið. Við deilum mínútufjölda upp með heildarfjölda nemenda í 1.-7.bekk til að minni skólar eigi jafn mikinn möguleika á að vinna og þeir stóru.
    Sá skóli vinnur sem hefur lesið í flestar mínútur að meðaltali. 
  • Hvað er í verðlaun? Skólinn sem vinnur fær glæsileg bókaverðlaun, viðurkenningarskjal og titilinn Svakalegasti lestrarskóli landsins.
  • Hvernig tekur skólinn þátt? Skólinn skráir sig til leiks með því að fylla út upplýsingar hér.
    Í hverjum skóla þarf að vera einn tengiliður sem sér um að senda tölur inn í lok keppninnar á sérstöku eyðublaði. 
  • Hvaða lestur má skrá í keppninni? Í keppninni má skrá allt sem flokkast undir heimalestur og yndislestur – ekki kennslubækur. Ef nemendur eru með annað móðurmál en íslensku, mega þau lesa á öðru tungumáli en íslensku. Nemendur í 1.bekk, sem eru nýkomin í skólann og flest rétt að byrja að læra að lesa, taka þátt eftir getu.

Lestrarkeppni Barn2Algengar spurningar:

  • Má hlusta á hljóðbók? Já auðvitað! Hljóðbækur eru líka bækur.
  • Má lesa teiknimyndasögur? Já heldur betur!
  • Má bara lesa í skólanum? Þú mátt lesa hvar sem er. Mundu bara að skrá niður mínúturnar og láta kennarann þinn hafa upplýsingarnar.
  • Má einn árgangur í skólanum taka þátt? Já, en þessi keppni er til þess fallin að fá sem flest börn til að lesa og leggja sitt af mörkum. Því verður mínútufjölda alltaf deilt með heildarfjölda nemenda í 1.-7. bekk.
  • Þarf alltaf að vera keppni? Svarið er nei. Það þarf auðvitað ekki að vera keppni. En stundum er gott að hafa keppni til að hvetja sem flesta krakka til að gera eitthvað sem skiptir máli. Í Svakalegu lestrarkeppninni vinna allir nemendur saman að sama markmiði – sem er að lesa sem mest! Keppnin er samstarfsverkefni allra nemenda og þó að einhverjir nemendur eiga erfiðara með að lesa skiptir hver mínúta máli. Keppnin gæti því verið gott hópefli fyrir nemendur skólans.
  • Þurfa allir árgangar að taka þátt? Allir árgangar þurfa ekki að taka þátt, en þegar úrslitin eru reiknuð deilum við mínútufjölda með ÖLLUM nemendum í 1.-7. bekk. Af hverju gerum við þetta svona? Við viljum að öll börn eigi jafna möguleika á að taka þátt, ekki eingöngu þau sem eru best í lestri. Börn sem eru enn að læra að lesa og önnur sem eiga jafnvel erfitt með lestur skipta líka máli í keppninni. Lestrarkeppnin er tækifæri fyrir ÖLL börn að leggja sitt af mörkum og hver einasta mínúta skiptir mál.
  • Er skráningin aukavinna fyrir foreldra og kennara? Alls ekki! Öll börn eiga að lesa 15 mín. á dag skv. þjóðarsáttmála um læsi. Allur lestrartími er skráður eins og vanalega. Skólar geta nota Læsisappið eða lestrarhefti og hægt er að fá lestrarkeppnishefti fyrir dagana 15/9-15/10 Hér. 
    Kennarar þurfa að leggja saman lestrartölur fyrir sinn bekk í lok keppni og senda á tengilið sinn í skólanum. Tengiliðurinn leggur saman allar tölurnar og fær sent eyðublað til að fylla út í.
  • Hvaða lestur má skrá í keppninni? 
    Í keppninni má skrá allt sem flokkast undir heimalestur og yndislestur – ekki kennslubækur
    Ef nemendur eru með annað móðurmál en íslensku, mega þau lesa á öðru tungumáli en íslensku.
    Nemendur í 1.bekk, sem eru nýkomin í skólann og flest rétt að byrja að læra að lesa, taka þátt eftir getu.

 

Hvernig varð lestrarkeppnin til? Lestrarkeppni Barn4

Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir hafa haldið utan um rit- og teikniklúbbinn Svakalegu sögusmiðjuna í Borgarbókasafninu síðastliðin þrjú ár. Þær hafa auk þess ferðast um landið á vegum List fyrir alla með stórsmiðjuna Svakalegar sögur þar sem þær hvetja krakka til að skrifa, teikna og lesa sögur.

Hugmyndin að Svakalegu lestrarkeppninni kviknaði eftir að hafa spjallað við fjöldan allan af krökkum í skólaheimsóknum og sögusmiðjum sem elska að skrifa sögur og lesa bækur. Tilgangurinn með keppninni er að draga fram flottar lestrarfyrirmyndir og hvetja sem flesta krakka til að lesa skemmtilegar bækur.  

Fyrsta lestrarkeppnin var haldin haustið 2024 þar sem skólar á Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi tóku þátt, þar sem skólar í hverjum landshluta kepptu á móti hvor öðrum.  

Kynnið ykkur svakalegar Sögur og sögugerð með því að horfa á 45 mínútna fyrirlestur þar sem Eva Rún og Blær tala um leiðir til að kveikja á sköpunargleði nemenda. Fyrirlesturinn var fluttur fyrir kennara og var hluti af verkefninu Sögur-verðlaunahátíð barnanna. Smellið hér til að horfa.

Hér eru meiri upplýsingar um  skólaheimsóknir  hjá List fyrir alla.

Svakalegar Sögur 1536x1097

Reviews for Lestrarkeppnin 2025

There are currently no reviews for Lestrarkeppnin 2025
Scroll to top