Íslensk tónlistarsaga með Sigga og Ingibjörgu

Spila
Deila

Siggi og Ingibjörg bjuggu til tónleikadagskrá þar sem þau spila og syngja íslenska tónlist frá miðöldum til dagsins í dag. Upphaflega var dagskráin gerð fyrir erlenda ferðamenn sem heimsækja Hörpu og vilja kynnast íslenskri tónlist, en þegar allir ferðamennirnir hurfu í Covid 19 og Harpa tæmdist var tónleikunum streymt í beinni útsendingu til allra landsmanna.

Þau spila og segja frá lögunum í tímaröð og byrja á tvísöng, gömlum íslenskum söngstíl, fara svo yfir í þjóðlög, þjóðhátíðarlög og allt yfir í popp, diskó, Bubba og Pál Óskar. Ingibjörg syngur og leikur á langspil, guiro og keytar en Siggi spilar á gítar, djembe trommu og syngur.

Reviews for Íslensk tónlistarsaga með Sigga og Ingibjörgu

There are currently no reviews for Íslensk tónlistarsaga með Sigga og Ingibjörgu
Scroll to top