Um Michelle Bird

Listakonan Michelle Bird er upphaflega frá San Fransisco en er nú búsett í Borgarnesi. Hún býður listamönnum á öllum aldri heim í listastofu sína og heldur þar  listasmiðjur sem byggja á könnunarleiðangri í málun. Árið 2019 réði Djúpavogshreppur hana til þess að halda fjögurra daga listasmiðju þar sem átján nemendur unnu í sameiningu abstrakt málverk með bundið fyrir augun. Afraksturinn var síðan settur upp sem listasýning á Egilsstöðum sem hluti af austfirsku barnamenningarhátíðinni BRAS. Árið 2019 útbjó Michelle og kenndi, ásamt Creatrix, einingabært námskeið fyrir Menntaskólann í Borgarnesi sem bar nafnið SUFA Stand Up For Art. Á námskeiðinu þjálfaði hún og aðstoðaði verðandi listamenn við listsköpun sína og við að setja upp listasýningu. Árið 2017 tók hún þátt í Gleðileik í Borgarnesi og tók á móti 40 nemendum heim í listastofuna í þriggja daga listasmiðju þar sem málað var með bundið fyrir augun. Afraksturinn af þessu listræna samstarfi skreytir nú grunnskólann í Borgarnesi með  stórum litríkum spjöldum. Á árunum 2016-2019 hélt hún listasmiðjur fyrir Ungmennasamband Borgarfjarðar.
Erlendis hefur Michelle haldið listasmiðjur fyrir fólk með sérþarfir fyrir Comune di Torino. Svissneski Kanton skólinn í Zurich hefur boðið Michelle að halda yfir tug sýninga fyrir dagskránna sína A Wie Atelier. Þá hefur hún verið ráðin til að halda listasmiðjur fyrir fyrirtækjahópa Google Zurich, GIS-Zentrum Baudirektion Kanton Zurich og Integrative Psychiatric clinic í Winterthur.

Scroll to top