Bannerbubbi[101950]

Velkomin á vefsíðu Málæðis

Á þessari síðu má finna allar upplýsingar um Málæði, leiðbeiningar um þátttöku og myndbönd frá listafólki

List fyrir alla og Bubbi Morthens  taka höndum saman og bjóða unglingum í grunnskólum landsins til þátttöku í nýju íslenskuverkefni. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum –  það megi leika sér með það. Þátttakendum gefst möguleiki á að vinna með þekktu íslensku listafólki að tónlistar- og textasköpun. Afraksturinn verður opinberaður á RÚV í viku íslenskunnar 11. – 16. nóvember 2024.

Skólinn, tónlistin og áskorun á unglinga

Sumarið '24

Emmsjé Gauti deilir góðum ráðum um lagagerð

Sumarið '68

GDRN gefur góð ráð um að semja lög

Hvernig Emmsjé Gauti samdi þjóðhátíðarlagið

Hér er hægt að hlusta á Sumarið '24 án söngs.

Afrakstur Málæðis

List fyrir alla og Bubbi Morthens  tóku höndum saman og buðu unglingum í grunnskólum landsins til þátttöku í nýju íslenskuverkefni. Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Skilaboðin eru þau að tungumálið tilheyri okkur öllum –  það megi leika sér með það. Þátttakendum gafst möguleiki á að vinna með þekktu íslensku listafólki að tónlistar- og textasköpun. Afraksturinn var opinberaður á RÚV í viku íslenskunnar 11. – 16. nóvember 2024.

Málæði var sýndur á RÚV á degi Íslenskrar tungu þann 16 nóvember 2024.
Afraksturinn var opinberaður í þættinum þar sem þau Bubbi Morthens, GDRN, Emmsjé Gauti og Vigdís Hafliðadóttir koma fram. 
Hér að neðan er hægt að horfa og hlusta á lögin frá þættinum á RÚV.

Flytjendur:

Vignir Snær Vigfússon: Rafmagnsgítar, hljómborð, forritun

Birgir Kárason: Bassi

Helgi Reynir Jónsson: Píanó, Hammond

Gunnar Leó Pálsson: Trommur

Hljóðblöndun og Hljóðjöfnun: Addi 800
Hljóðblöndun: Sæþór Kristinsson

Útsetningar:
Vignir Snær Vigfússon

Bubbi Morthens samdi lagið Sumarið ’24.
Yfir hundrað textar bárust frá unglingum í 8. – 10. bekk og Bubbi kjarnaði þá texta niður í einn.

Hér flytur GDRN lagið Riddarar kærleikans.
Bakraddir: Nemendur í unglingadeild Grunnskólans austan Vatna.
Lag og texti er samið af Dagmar Helgu Helgadóttur og Valgerði Rakel Rúnarsdóttur og unnið áfram með unglingadeild Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi.
Kennari: Vala Kristín Ófeigsdóttir.

Hér flytur Emmsjé Gauti lagið Tíminn sem fór.
Lagið er samið af Emil Andra Davíðssyni og Erni Heiðari Lárussyni.
Textinn er saminn í samstarfi við unglinga í bekknum 10. SGP í Brekkuskóla.
Hljóðblöndun: Sæþór Kristjánsson
Kennari:  Sigríður G. Pálmadóttir

Hér flytur Vigdís Hafliða lagið Hringiða.
Lagi og texti er samið af hljómsveitinni Kanskekki í Grunnskólanum í Húnaþyngi Vestra.
Kanskekki samanstendur af 
Emelíu Írisi Benediksdóttur, Freydísi Emmu Vilhelmsdóttur, Ronju Granquist Haraldsdóttur, Valdísi Freyju Magnúsdóttur, Ísey Lilju Waage og Rakel Ölvu Friðbjörnsdóttur.
Kennari:
 Valdimar Halldór Gunnlaugsson.

Málæði Samantekt

Scroll to top