Þú hefur sögu að segja og við viljum heyra hana!

Ef þú ert nemandi í 8. – 10. bekk grunnskóla á Íslandi þá er stuttmyndakeppni Kvikindahátíðar pottþétt eitthvað fyrir þig. Það sem þú þarft að gera er að búa til stuttmynd sem tengist þema ársins og senda okkur hana. 

Þema keppninnar í ár er kvikindi. Fólk á Íslandi hefur frá upphafi byggðar sagt sögur af skrímslum og óvættum sem hafa brugðið sér í margra kvikinda líki, frá mannfólki og dýrum yfir í óhugnaleg skrímsli. Þessi kvikindi hafa svo öðru hvoru villst inn í mannheima þar sem þau hafa valdi usla. Hvað ef ógurlegt kvikindi myndi villast inn í þitt líf, fjölskyldu og vina?

Leikreglur

Dómnefnd mun fara yfir allar myndirnar sem berast í keppnina, veita viðurkenningar í nokkrum flokkum og velja myndir til sýningar á Kvikindahátíðinni sjálfri sem haldin verður í Bíó Paradís.

Skiladagur á myndum í keppnina er 23. nóvember en Kvikindahátiðin fer fram sunnudaginn 6. desember.

Það er gott að miða við að myndin sé ekki lengri en 7 mínútur.

Þegar þið skilið myndinni þá þurfið þið að fylla út formið hér að neðan. Áður en þið gerið það þurfið þið samt að hlaða myndinni upp á efnisveitu eins og YouTube eða Vimeo svo þið getið sent okkur slóðina.

Þú skalt endilega skoða námsefnið sem við höfum búið til fyrir alla þá sem hafa áhuga á að byrja að búa til stuttmyndir. 

Sendu okkur þína stuttmynd

Scroll to top